9 Boðorð Saunu:
1. Vöðvar og liðir
- Hraðari endurheimt eftir æfingar og átök
2. Hreinsar húðina
- Að svitna djúpt hreinsar húðina, skolar óhreinindi, fjarlægir dauðar húðfrumur og bakteríur
3. Lungnasjúkdómar
- Getur haft góð áhrif á astma og lungnabólgu
4. Hugarró
- Notað til meðferðar við kvíða og þunglyndi
5. Heili
- Regluleg Sauna minnkar líkur á heilablóðfalli og heilabilun
6. Hjarta
- Sauna lækkar blóðþrýsting og berst gegn hjartasjúkdómum
7. Orka
- Getur hjálpað þér að sofa betur, hjálpar þar af leiðandi við króníska þreytu
8. Félasleg styrking
- Slakandi umhverfi með vinum og fjölskyldu
9. Síðast en ekki síst: Vellíðan
- Eflir heilsu og vellíð
Um Tylö
Framleitt í Svíþjóð – alltaf
Tylö er sterkasta vörumerkið á saunamarkaðnum. Frá því að fyrirtækið hóf starfsemi árið 1951 hefur það lagt áherslu á að framleiða áreiðanlega og tæknilega háþróaða vöru sem neytandinn skilur hvernig virkar og getur notað án vandkvæða.
Framleiðsla og starfsemi Tylö er eingöngu í Svíþjóð, með staðfastri skuldbindingu um að vernda umhverfið. Umhverfis- og náttúruvernd skipta fyrirtækið miklu máli. Öll tré og allir málmar eru endurnýttir til að draga úr notkun jarðhráefna og minnka neikvæð áhrif okkar á umhverfið.
Notast ekki við ekki timbur frá regnskógum
Þau hjá Tylö nota aðeins timbur sem hefur vaxið á hefðbundin hátt, úr sjálfbærum skógum.
Þar sem um ræðir sænskt framleiðslufyrirtæki er auðvelt að hafa fulla stjórn á því hvaða hráefni eru notuð við framleiðslu saunaklefa, sem og klefa fyrir margs konar gufuböð. Það þýðir að viðskiptavinir okkar geta treyst því að þeir eru að velja faglega og ábyrga framleiðendur á hágæða klefum og fylgihlutum.
Með því að fjárfesta í Tylö-klefa geturðu verið viss um að fá gæði og hönnun sem endist.