Tylö þurrgufur koma bæði sem tilbúnar einingar, sem og sérsmíðaðar einingar.

Við getum sérsmíðað þurrgufur fyrir allar aðstæður en einnig eru til tilbúnar einingar á lager.

 •  

  Tilbúnar blautgufur

  Klassískir sauna ofnar til notkunar á heimilinu. 

  Nánar
 •  

  Sérsmíðaðar blautgufur

  Við sérsmíðum blautgufur eftir þínum þörfum, hvort sem það er til heimilisnota eða fyrir stærri verkefni. 

  Nánar

Hvaða hitastig hentar þér?

Margir kjósa að fara í heita saunu sem er fljót að hitna. Aðrir kjósa að sitja lengi í vægu hitastigi, njóta mildrar gufu og hafa arómatískan ilm. Hér má sjá töflu um hitastig sem þú getur valið fyrir þig.

Nýjar rannsóknir sýna að hollt er að fara í eimbað eða gufubað sem losar um „ánægju-sameindir og hefur jákvæð á heilsuna”.

Nánar um rannsóknina

TYLÖ-gufuklefar eru frá 1,3m2 að stærð

Impression saunaklefarnir frá Tylö taka eins lítið rými og hægt er, eða frá 1,3m2. Þessi saunalausn getur búið yfir bæði hefðbundinni saunu og saunu með þýðari gufu.

Hér um ræðir byltingarkenna hönnun á heilsulind, sem er þjappað svo að hún kemst jafnvel fyrir á litlu baðherbergi.

Saunaklefinn kemur fullbúinn tækjum með tveimur saunabekkjum á mismunandi hæðum. Rafhúðaðir álprófílar í rammanum bera vitni um skráða hönnun sem tryggir hámarks fjölhæfni innan hins einstaka Tylö-kerfis. Þeim má einfaldlega smella saman og því er ekki neinna skrúfna þörf þegar klefinn er settur saman.


Gljáandi línur hönnunarinnar og losanleg rimlagluggatjöld eru falleg fyrir augað — og mjög auðveld í þrifum.

Í TYLÖ-gufubaði er gjarnan 43–46 gráðu heitt, rakastigið er nánast 100%. Gufan og hitinn umvefur líkamann þinn og hjálpar þér að slaka á.

Hjálpaðu líkamanum að slaka á, vöðvarnir slakna og taugakerfið róast gjarnan við eimbað, á sama tíma og gufan hreinsar allar svitaholur og gerir húðina slétta og mjúka.

Gufu-hitarar fyrir gufubað (blaut-gufa)

Margar gerðir af gufu-hiturum ásamt stjórnbúnaði fyrir heimili, hótel eða líkamsræktarstöðvar. Gufuhitarann er hægt að fá frá 6 – 24 Kw.


Hér um ræðir vinningshönnun sem hlaut The Red Dot Design Award sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun, veitt árlega á vegum Design Xentrum Nordrhein Westfalen.