Tylö þurrgufur koma bæði sem tilbúnar einingar, sem og sérsmíðaðar einingar.

Við getum sérsmíðað þurrgufur fyrir allar aðstæður en einnig eru til tilbúnar einingar á lager.

  •  

    Tilbúnar þurrgufur

    Klassískar þurrgufur til notkunar á heimilum og í minni rýmum.

    Nánar
  •  

    Sérsmíðaðar þurrgufur

    Við sérsmíðum þurrgufur eftir þínu höfði, hvort sem það er fyrir heimilið eða stærri verkefni. 

    Nánar

Hvaða hitastig hentar þér?

Margir kjósa að fara í heita saunu sem er fljót að hitna. Aðrir kjósa að sitja lengi í vægu hitastigi, njóta mildrar gufu og hafa arómatískan ilm. Hér má sjá töflu um hitastig sem þú getur valið fyrir þig.

Nýjar rannsóknir sýna að hollt er að fara í eimbað eða gufubað sem losar um „ánægju-sameindir og hefur jákvæð á heilsuna”.

Nánar um rannsóknina

Um Tylö

Framleitt í Svíþjóð – alltaf

Tylö er sterkasta vörumerkið á saunamarkaðnum. Frá því að fyrirtækið hóf starfsemi árið 1951 hefur það lagt áherslu á að framleiða áreiðanlega og tæknilega háþróaða vöru sem neytandinn skilur hvernig virkar og getur notað án vandkvæða.


Framleiðsla og starfsemi Tylö er eingöngu í Svíþjóð, með staðfastri skuldbindingu um að vernda umhverfið. Umhverfis- og náttúruvernd skipta fyrirtækið miklu máli. Öll tré og allir málmar eru endurnýttir til að draga úr notkun jarðhráefna og minnka neikvæð áhrif okkar á umhverfið.

Notast ekki við ekki timbur frá regnskógum

Þau hjá Tylö nota aðeins timbur sem hefur vaxið á hefðbundin hátt, úr sjálfbærum skógum.


Þar sem um ræðir sænskt framleiðslufyrirtæki er auðvelt að hafa fulla stjórn á því hvaða hráefni eru notuð við framleiðslu saunaklefa, sem og klefa fyrir margs konar gufuböð. Það þýðir að viðskiptavinir okkar geta treyst því að þeir eru að velja faglega og ábyrga framleiðendur á hágæða klefum og fylgihlutum.


Með því að fjárfesta í Tylö-klefa geturðu verið viss um að fá gæði og hönnun sem endist.