Saunaböð

Saunaböð eru góð fyrir heilsuna.
Lengi hefur verið vitað að heit böð eða gufuböð hafa góð áhrif á blóðrásina.


Regluleg saunaböð hjálpa einnig til við að losa um streitu og stuðla þannig að betri andlegri- og líkamlegri heilsu, sem stuðlar að meiri vellíðan. Einnig eru ákveðin lífsgæði fólgin í því að geta farið í gufubað eða sauna í eigin umhverfi án truflunar frá öðrum.

 

Nýjar rannsóknir sýna að hollt er að fara í eimbað eða gufubað sem losar um „ánægju-sameindir og hefur jákvæð á heilsuna”. Einnig getur notkun sauna- og gufubaða minnkað líkur á hjarta og kransæðasjúkdómum.

 

Nánar um rannsóknina →

 

Hitastig og heilsa


Við erum mismunandi eins og við erum mörg og því hentar sama lausnin ekki endilega fyrir alla. Það sama á við um saunur og gufur, þær henta misvel hverjum og einum. Það er því mikilvægt að finna réttu saununa fyrir þig, hvort sem það er þurrgufa, blautgufa, mildgufa eða saunatunna.

 

Hvað hentar best?


Það er gott að hafa í huga, þegar velja á réttu lausnina, hvaða hita- og rakastig hentar hverjum og einum. Hefðbundin þurrgufa er frá 75°-110°C og 20-30% raki. Hefðbundin blautgufa er hinsvegar frá 35°-45°C og 100% raki. Ef þú ert ekki viss hvaða hiti eða raki hentar þér þá er alltaf velkomið að heyra í okkur og við hjálpum þér að velja rétt.