Sauna.is

Vellíðan

Það hefur nú verið rannsakað að Gufuböð geta aukið vellíðan og líkamlega heilsu

Lesa grein frá visir.is

visir

 

 

Texti úr grein frá Vísir.is

„Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku.

Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna.

Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar.

Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina.

Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum.

Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008.