Sauna.is

Tylö Soft Sauna ( Mildgufa )

Soft-Sauna sameinar kosti saunu og gufubaðs (mildgufu)

Soft_Sauna_Toppur

Mildgufa fer vel með viðkvæma húð og eykur á vellíðan.

Við köllum hana „mildgufu“ — þ.e. minni hiti og meiri raki er þægileg leið til að deila ánægjulegri upplifun. Hún er ekki síður lífsmáti en tæknilegur stórviðburður og tekur aðeins yfir nokkra fermetra rými á heimili þínu.

Bjóddu vinum þínum og fjölskyldu, veldu ilmkjarnaolíu til meðferðarinnar, finndu ylinn og ljúfa gufuna umlykja þig og njóttu þess að vera með öðrum — láttu mildgufuna hafa áhrif á daginn þinn.

Soft_Sauna_01

Hvað er mildgufa, lægra hitastig – meiri raki

Mildgufa tekur við þar sem hefðbundin sauna skilur við. Sumt fólk kýs frekar heita og tafarlausa saunu, aðrir vilja una sér um stund í mildu hitastigi og njóta ljúfrar gufu og arómatískra ilmefna. Hér má sjá hvernig mismunandi hitastig og aukinn raki getur hentað þér og augnablikinu þínu.

Undu þér aðeins lengur í mildgufu

Hugsaðu þér hvernig það væri að hafa eigin heilsulind heima hjá þér, búna öllum þeim tækjum sem slík fyrirtæki hafa upp á að bjóða og að hún kemst fyrir á rými sem er ekki stærra en 1,3m2. eða sérsniðnu að þinni ósk.

Hér um ræðir heilsulind þar sem þú og fjölskyldan getið hvílt ykkur saman, umvafin þægilegum hita, ljúfri gufu og arómatískum ilmefnum.

Þar getur þú einnig notið afslappandi þurrhita úr hefðbundinni saunu. Veldu þér saunaklefa og hitara sem hentar þér og hvernig þú vilt hafa andartakið þitt. Andartak sem heldur áfram og kemur stöðugt aftur!

soft

Náttúrulegar ilmkjarnaolíur

Ilmkjarnaolíurnar frá Tylö gera saunareynslu þína meira spennandi en annars og fara með þig yfir í heim þar aðeins unað er að finna. Bættu nokkrum dropum af ilmefnaolíu saman við ausu af vatni og helltu henni yfir heita saunasteina til að breyta saunabaðinu þínu í upplifun sem örvar öll skynfæri þín.

Essential-Oils