Sauna.is

Tylö Sauna / Þurrgufa

Vandaðir Tylö-saunaklefar í miklu úrvali (Þurrgufa).

Sauna-Klefar

 Saunaböð eru góð fyrir heilsu þína

Infra klefi

2015-10-16_144637Lengi hefur verið vitað að heit böð eða gufuböð hafa góð áhrif á blóðrásina.

Þau virka einnig vel til að losa um streitu og stuðla þannig að betri heilsu og meiri vellíðan.

Einnig eru ákveðin lífsgæði fólgin í því að geta farið í gufubað eða sauna (sána) í eigin umhverfi án truflunar frá öðrum.

Nýjar rannsóknir sýna að hollt er að fara í eimbað eða gufubað sem losar um „ánægju-sameindir og hefur jákvæð á heilsuna”.

Nánar um rannsóknina >

 

Hvernig saunaklefi hentar fyrir heimili þitt, hótel, sundlaug, íþróttamiðstöð eða vinnustað?

> Mældu rýmið sem þú hefur og við hjálpum þér að finna saunaklefa sem hentar þér!

4-SAUNA-KLEFAR

Hönnun og gæði er mesti metnaður okkar hjá Tylö.

Skandinavískir hönnuðir okkar storka stöðugt sjálfum sér við að hanna saunaklefa fyrir kröfuharða neytendur með mismunandi menningarlegan bakgrunn og frá löndum víða um heim.

Allt frá því að stofnandi Tylö, Sven-Olof Janson, smíðaði fyrsta gufubaðið sitt árið 1950 hefur fyrirtækið kynnt nýja hönnun og nýsköpun á hverju ári. Sérhver smáatriði eru framleidd að vel athuguðu máli og af góðum huga. Opnaðu hugmyndaflugið og vektu skynfærin. Tylö er svarið!

Hvaða hitastig hentar þér?

Margir kjósa að fara í heita saunu sem er fljót að hitna. Aðrir kjósa að sitja lengi í vægu hitastigi, njóta mildrar gufu og hafa arómatískan ilm. Hér má sjá töflu um hitastig sem þú getur valið fyrir þig.

 

Tylo Sauna klefiFramleitt í Svíþjóð – alltaf

Tylö er sterkasta vörumerkið á saunamarkaðnum. Frá því að fyrirtækið hóf starfsemi árið 1951 hefur það lagt áherslu á að framleiða áreiðanlega og tæknilega háþróaða vöru sem neytandinn skilur hvernig virkar og getur notað án vandkvæða.

Framleiðsla og starfsemi Tylö er eingöngu í Svíþjóð, með staðfastri skuldbindingu um að vernda umhverfið. Umhverfis- og náttúruvernd skipta fyrirtækið miklu máli. Öll tré og allir málmar eru endurnýttir til að draga úr notkun jarðhráefna og minnka neikvæð áhrif okkar á umhverfið.

Við notum ekki timbur frá regnskógum

Við hjá Tylö notum aðeins timbur sem hefur vaxið á hefðbundin hátt, úr sjálfbærum skógum.

Þar sem um ræðir sænskt framleiðslufyrirtæki er auðvelt að hafa fulla stjórn á því hvaða hráefni er notað við framleiðslu saunaklefa og einnig klefa fyrir margs konar gufuböð. Það þýðir að viðskiptavinir okkar geta treyst því að þeir eru að velja faglega og ábyrga framleiðendur á hágæða klefum og fylgihlutum

Með því að fjárfesta í Tylö-klefa geturðu verið viss um að fá gæði og hönnun sem endist.