Sauna.is

Tylö gufubað ( blaut-gufa )

Gufuböð  í miklu úrvali (blaut-gufa)

Í TYLÖ-gufubaði er gjarnan 43–46 gráðu heitt, rakastigið er nánast 100%.  Gufan og hitinn umvefur líkamann þinn og hjálpar þér að slaka á.

Hjálpaðu líkamanum að slaka á, vöðvarnir slakna og taugakerfið róast gjarnan við eimbað, á sama tíma og gufan hreinsar allar svitaholur og gerir húðina slétta og mjúka.

Hvaða hitastig er í gufuklefa?

Mildgufa tekur við þar sem hefðbundin sauna sleppir. Sumt fólk kýs frekar heita og tafarlausa saunu, aðrir vilja una sér um stund í mildu hitastigi og njóta ljúfrar gufu og arómatískra ilmefna.

Hér má sjá hvernig mismunandi hitastig og valkostir henta vel þér og augnablikinu þínu.

TYLÖ-gufuklefar eru frá 1,3m2 að stærð

Asian Steam

Impression saunaklefarnir frá Tylö taka eins lítið rými og hægt er, eða frá 1,3m2.

Þessi saunalausn getur búið yfir bæði hefðbundinni saunu og saunu með þýðari gufu.

Hér um ræðir byltingarkenna hönnun á heilsulind, sem er þjappað svo að hún kemst jafnvel fyrir á litlu baðherbergi.

Saunaklefinn kemur fullbúinn tækjum með tveimur saunabekkjum á mismunandi hæðum. Rafhúðaðir álprófílar í rammanum bera vitni um skráða hönnun sem tryggir hámarks fjölhæfni innan hins einstaka Tylö-kerfis. Þeim má einfaldlega smella saman og því er ekki neinna skrúfna þörf þegar klefinn er settur saman.

Gljáandi línur hönnunarinnar og losanleg rimlagluggatjöld eru falleg fyrir augað — og mjög auðveld í þrifum.

Expression er skandinavísk hönnun og setja hreinu línurnar hærri viðmið fyrir það hversu gufubaðs-klefi getur litið vel út.

STEAM-BATH-TYLO

Gufu-hitarar fyrir gufubað (blaut-gufa)
Gufuofn

Margar gerðir af gufu-hiturum ásamt stjórnbúnaði fyrir heimili, hótel eða líkamsræktarstöðvar. Gufuhitarinn er hægt að fá frá 6 – 24 Kw.

Hér um ræðir vinningshönnun með The Red Dot Design Award sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun, veitt árlega á vegum Design Xentrum Nordrhein Westfalen.

Stundum er vísað til viðurkenningarinnar sem „Nóbelsverðlauna hönnuða.“